Helgina 29 feb. til 2. mars verður haldið námskeiðið “Mat á snjóflóðahættu og snjóflóðaleit”.
Brottför er frá Malarhöfða kl 19:00 föstudaginn 29. febrúar. Við gistum í Fram-skálanum í Bláfjöllum. Það verður ekki sameiginlegur matur – hver að sjá um sig. Þó mun sveitinn bjóða upp á grilluð lambalæri á laugardagskvöldið ásamt meðlæti.
Fyrirkomulag námskeiðsins verður þannig:
Á föstudagskvöldið verður fyrirlestur um mat á snjóflóðahættu, félagabjörgun, leitaraðferðir o.fl.. Laugardagsmorguninn verður varið út til æfingar s.s. mat á snjóflóðahættu, félagabjörgun o.fl. Hádeigismatur verður snæddur út í vel völdum skafli og síðan verður haldið áfram með æfingar fram eftir degi. Seint síðdegis verður komið aftur í skálann, hlustað á seinni fyrirlesturinn og lambalærin borðuð af því loknu. Á sunnudagsmorguninn verður haldið áfram með útiæfingar þar til farið verður heim um miðjan dag.
Kennarar eru Leifur Örn Svavarsson og Jón Gunnar Egilsson sem báðir eru starfsmenn snjóflóðadeildar Veðurstofunar, gamal reyndir björgunarsveitarmenn og ýmislegt fleira.
Þeir sem þurfa að fá lánaðann snjóflóðaýlir og/eða skóflu vinsamlega látið vita þegar þið meldið ykkur á námskeiðið.
Námskeiðið er skylda fyrir nýliða 1 og þá nýliða 2 sem ekki tóku námskeiðið í fyrra, en svo eru allir aðrir að sjálfsögðu velkomnir.
Ef ykkur vantar einhverjar frekari upplýsingar þá endilega sendið e-mail á sveifo@simnet eða hringið í Svövu í síma 864 6369
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Helgu á www.skrifstofu@hssr.is
Kveðja
Svava
—————-
Höfundur: Svava Ólafsdóttir