Menntunarátak Björgunarskólans

Nú hefur verið hleypt af stokkunum átaki í menntamálum hjá Björgunarskólanum. Átakið snýr að fullgildum félögum og byggist meðal annars að sjálfsmati og í framhaldi af því möguleika á að fara í stöðumat í viðkomandi þætti. Aðferðafræðin sést hér að neðan en allar nánari upplýsingar er að finna á vef SL og slóðin beint inn á rétta síðu er http://www.landsbjorg.is/category.aspx?catID=146
Sjálfsmat
Björgunarsveitafólk sem ekki hefur nýlega skráða grunnmenntun hjá skólanum geta farið inn á vef skólans og tekið sjálfsmat í flestum fögum Björgunarmanns 1. Niðurstaðan úr því getur verið ein af þremur: Þú kannt ekki efnið og þarft að fara á grunnnámskeið, þú hefur góðan grunn en ættir að sækja endurmenntun eða þú hefur staðgóða þekkingu á efninu og þú átt möguleika á að standast formlegt stöðumat í þínu fagi.
Stöðumat
Þeir sem hafa góða þekkingu á tilteknu fagi í björgunarmanni 1 geta tekið formlegt stöðupróf þar sem þeirra þekking er metin að verðleikum í viðtali við leiðbeinanda björgunarskólans. Fyrsta veturinn mun þetta stöðumat fara fram á endurmenntunarhelgum skólans um land allt.
Endurmenntun
Þeir sem hafa góðan grunn og reynslu geta sótt endurmenntun sem jafngildir grunnnámskeiði og tekur á því mikilvægasta og nýjasta í hverju fagi. Veturinn 2010-2011 verður endurmenntunin kennd á endurmenntunarhelgum um allt land.
Grunnmentun í fjarnámi og staðnámi
Björgunarmaður 1 og á endanum önnur námskeið Björgunarskólans verður færð í fjarnám að eins miklu leyti og hægt er. Þannig mun mest allur bóklegur hluti grunnnámskeiðanna færast í fjarnám sem nemendur geta tekið á nokkurra vikna tímabili. Þátttaka í fjarnáminu mun síðan stýra staðsetningu verklega hluta námskeiðanna þegar bóklega hlutanum er lokið.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson