Mottulið HSSR

Nú er Mottumars lokið og alls safnaði mottulið HSSR 68.000 kr. Lengi vel var óttast að lið Hjálparsveitar skáta í Kópavogi yrði yfir okkur en þegar nálgaðist lok mánaðarins varð ljóst að ekki þyrfti að óttast það. Einnig voru í upphafi fréttir af mottulið frá fallhlífarhób FBSR.

Nú á eftir að koma í ljós hverjir af félögunum munu halda mottunum og hverjir munu raka þær af. Það er ljóst að í sumum tilvikum hefur kvennhyllismælirinn stigið en dalað hjá öðrum.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson