Námskeiðið Þverun straumvatna

Sunnudaginn 5. september héldu nýliðar 2 á námskeiðið Þverun straumvatna sem haldið var í blíðskaparveðri í Markarfljóti.
Farið var yfir flestar þær aðferðir og vísindi sem standa á bak við þverun straumvatna undir öruggri handleiðslu Gumma Straums og Árna Alf.
Fengu nýlðar 2 að reyna ýmsar aðferðir ss: keðjuna, hringinn, einfarann, stafkarlinn, línumanninn, flotholtið, djúpfarann og klappstýruna.
Námskeiðið lukkaðist vel í alla staði og á heimleiðinni var tekið hús á Gljúfrabúanum við höfðinglegar móttökur.

—————-
Texti m. mynd: Þverun straumvatna
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson