Vinnu og ljósmyndakvöld Viðbragðshóps á M6

Mánudagskvöldið 6. september kl. 19:30 ætla félagar í Viðbragðshóp að fjölmenna á Malarhöfðann og taka til hendinni.

Við ætlum að ráðast í ýmis verk sem vanalega sitja á hakanum við reglubundin þrif. Þetta er sjálfsagður hluti af starfi okkar allra og margar hendur vinna létt verk. Nú ætlum við að hafa húsnæðið skínandi hreint og snyrtilegt þegar tekið verður á móti verðandi nýliðum í starfsemina kvöldið eftir.

Auðvitað eru allir velkomnir, ekki bara félagar hópsins.

Á eftir verðlaunum við okkur svo með því að flokksforinginn tekur alla þá sem áhuga hafa í smá kennslu á myndavélar og fræðslu í grunnatriðum ljósmyndunar.

Við mælum með að þið takið með ykkur myndavélarnar ykkar ef þið eigið eftir að læra eh. meira á þær og getið gert tilraunir með þær á staðnum.

kv. Árni og Raggi

—————-
Texti m. mynd: Malarhöfði 6
Höfundur: Árni Tryggvason