Neyðarkallar framtíðarinnar.

Bræðurnir Bjarni og Haukur Gunnarssynir lögðu HSSR lið við neyðarkallasöluna í dag. Þetta eru öflugir sölumenn sem þegar hafa sett stefnuna á að verða enn öflugri björgunarmenn "Neyðarkallar" eftir nokkur ár.

Af neyðarkallasölu er annars það að segja að hún gengur mjög vel, ekki bara hjá okkur heldur öllum Landsbjargarsveitum.

Björgunarsveitarfólk þakkar landsmönnum öflugan stuðning.

—————-
Texti m. mynd: Þrír öflugir.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson