Neyðarkallskeila

Þegar við höfum lokið sölu á Neyðarkalli á laugardagskvöld ætlum við að fara saman í keilu. Spilað verður á 12 brautum – 5-6 manns í liði. Skráning á Korkinum og þeir sem hafa áhuga að skrá sig saman í lið geta gert það.

Spilaðar verða tvær umferðir og það lið sem fær hæsta skorið fær afhentan farandbikarinn.

Mæting er kl. 19.30 og við byrjum að spila kl. 20.00. Þeir sem ekki hafa áhuga á að spila keilu geta að sjálfsögðu mætt og fylgst með og hvatt sitt lið áfram.

—————-
Höfundur: Anna Dagmar Arnarsdóttir