Nóg að gera í útköllum og flugeldasölu

Félagar sveitarinnar hafa haft nóg að gera í morgun í hinum ýmsu verkefnum. Snjóbíll sveitarinnar, Reykur Boli, er á leiðinni að Langjökli til bjargar 11 ferðalöngum sem eru fastir í 7 bílum 700 m fyrir ofan skálann Jaka. Aðrir útkallshópar hafa verið að störfum í höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs og vatnselgs. Tugir manna hafa tekið þátt í þessum útköllum og aðrir mannað flugeldasölustaðina.

—————-
Texti m. mynd: Reykur Boli. Mynd: Sigurður Ó. Sigurðsson.
Höfundur: Helga Garðarsdóttir