Ný stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

Ný stjórn og formaður Slysvarnafélagsins Landsbjargar var kjörin á 7. landsþingi félagsins sem er nýlokið á Hellu. Hörður Már Harðarson er formaður og aðrir í stjórn eru Smári Sigurðsson, Margrét Laxdal, Guðjón Guðmundsson, Eiður Ragnarsson, Gunnar Þorgeirsson, Hannes Frímann Sigurðsson, Jón Svanberg Hjartarson og Páll Ágúst Ásgeirsson. Páll Águst er félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson