Nýliðaraun í Skálafelli

Nýliðaraun HSSR var haldin á laugardaginn. Sleðaflokkur HSSR hefur undanfarin ár séð um framkvæmdina og var engin breyting á því þó svo að 7 félagar sleðaflokksins væru í æfingarferð í Hvanngili um helgina enda flokkurinn vel mannaður um þessar mundir og starfið kröftugt. Í Nýliðarauninni taka félagar í Nýliðum 2 þátt og er þetta útkallsæfing þar sem reynir á flest það sem þau hafa lært undafarin tvö ár. Upp úr klukkan fjögur voru Nýliðarnir píptir út og mættu þeir á M6 þar sem fyrsta verkefnið beið en það var leitarverkefni í Elliðaárdal. Ekki tók langan tíma að klára það verkefni enda allir með fræðin á hreinu. Því næst var haldið í Skálafell en þar höfðu félagar í sleðaflokk útbúið nokkur verkefni m.a. tvö snjóflóð. Nýliðarnir leystu öll þau verkefni sem voru lögð fyrir þá af stakri prýði og er ekki annað að sjá en það sé öflugur hópur á leiðinni í HSSR á næstu misserum. Sleðahópurinn þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning og framkvæmd æfingarinnar.

Myndir komnar í myndaalbúmið!

—————-
Höfundur: Kristinn Ólafsson