Nýliðastarf HSSR að hefjast.

Á milli 60 og 70 manns mættu á kynningarfund um nýliðastarf HSSR í gærkvöldi. Þegar hafa borist yfir 30 umsóknir svo að það er ljóst að allmargir hafa áhuga á að gerast björgunarsveitarmenn og konur. Fyrsti dagskrárliður starfsins er kvöldgönguferð annað kvöld kl. 19.

Ef þú hefur misst af fundinum en hefur áhuga á að taka þátt þá sendu póst á nylidar.hssr@gmail.com

Í HSSR er endalaust pláss fyrir öflugt fólk.

—————-
Texti m. mynd: Þétt setinn bekkurinn.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson