Nýliðaþjálfun 2012-14

Nú styttist í kynningu á nýliðaþjálfun HSSR tímabilið 2012-14, en hún fer fram að Malarhöfða 6 kl. 20 þriðjudaginn 4. september. Allir eru velkomnir í heimsókn til þess að spá í spilin og fá svör við spurningum. Í millitíðinni er hægt að renna í gegnum kynningarbækling sem útbúinn hefur verið, en í honum kemur fram flest allt það sem viðkemur þjálfuninni.
Þátttakendur í nýliðaþjálfun verða að vera fullra 18 ára gamlir og í ágætu líkamlegu formi.

—————-
Texti m. mynd: Forsíða kynningarbæklingsins
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson