Olíuferð á Grímsfjall helgina 9-11. Febrúar

Fórum á Reyk Bola, Snjóketti Ársælsmanna og snjóbíl Árborgar á Grímsfjall helgina 9-11 febrúar. Tilgangur ferðarinnar var að fara með olíu upp á Grímfjall. Fórum af stað seinnipartinn á föstudag og keyrðum upp á Grímsfjall. Þar vorum við komin um klukkan 7 á laugardagsmorgun, en við töfðumst um rúma 2 tíma við Dreka þar sem Reykur ofurkerra ákvað að skemma undan sér eitt dekk. – Fengumvið dekk hjá Ársælsmönnum, sem rendu með það frá Selfossi. – þökkum þeim fyrir aðstoðina. Á laugardag, eftir smá lúr, var haldið niður í Jökulheima. en á leiðinni voru teknar mælingar á mælipunktum í Grímsvötnum, og niður Tungnárjökul. – Vísindamenn frá raunvís voru með í för á jöklinum og voru dregnir af Bola niður af jökli þar sem færi var ekki gott fyrir bíl á 38″ dekkjum. í Jökulheimum var svo grillað og farið snemma í háttinn. Á sunnudag var haldið af stað að veiðivötnum, og á leiðinni var farið upp Svartakamb, ásamt því að sýna Stebba í Árborg hvers snjótroðarinn okkar er megnugur í brekkuklifri. Frá Veiðivötnum var svo haldið að Vatnsfelli,þar sem sett var uppá og keyrt heim. – Komum í bæinn um kvöldmatarleitið á sunnudag.
Myndir eru komnar á myndasíðu,, – fleiri myndir á: http://www.maddinn.net/coppermine/thumbnails.php?album=10

—————-
Vefslóð: maddinn.net/myndir/thumbnails.php?album=10
Texti m. mynd: Reykur boli á Vatnajökli.
Höfundur: Marteinn S. Sigurðsson