Á M6 í kvöld…..

Í kvöld verður skemmtilegt fræðslu- og upprifjunarkvöld á M6 og er það að sjálfsögðu öllum opið, bæði nýliðum sem og (h)eldri félögum sveitarinnar.

Eftirfarandi póstar verða í gangi:

– Kynning á kortagrunnum og kortum sem eru á tölvum sveitarinnar. Tilvalið að kynna sér þetta til að vita hvar er hægt að skoða kortin, hvort sem er í útköllum eða til að skipuleggja ferðir.

– Félagabjörgun – sprungubjörgun. Spottaverkefni. Fín upprifjun fyrir alla sem stunda fjallamennsku og jöklaferðir.

– Skyndihjálp: Sjúklingu búinn til flutnings. Farið yfir hvernig koma á sjúkling á bretti og búa um hann á börum.

– GPS. Létt GPS verkefni, verkleg upprifjun, gerið ráð fyrir amk. 10 mínútna útiveru 😉

Gagnleg upprifjun, allir velkomnir hvort sem meiningin er að kíja á einn eða alla póstana. Við byrjum kl. 20:00, gert er ráð fyrir að staldrað sé í uþb. 20-25 mínútur við hvern póst.

Sýnum styrk – Verum virk…

Dagskrárgerðarnefndarfulltrúinn.

—————-
Höfundur: Gunnar Kr. Björgvinsson