Óveðursútkall 17.11.07

Sveitin var kölluð út klukkan 23:16, til að aðstoða lögreglu við Glæsibæ, þar sem skilti efst í byggingarkrana var að losna frá og skapaði hættu fyrir vegfaraendur á götu niðri. Vaskir félagar klifruðu upp í kranann og komu böndum á skiltið.
Suðurlandsbraut var lokað fyrir umferð á meðan á aðgerð stóð.
Aðgerð lokið klukkan 01:30

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson