Afmælisár

Nú er afmælisárið að síga á seinni hlutann. Einn af hápunktum þess var föstudaginn 9. nóvember þegar velunnurum sveitarinnar var boðið í móttöku á Malarhöfðanum. Hátt í 200 manns mættu og meðal þeirra var borgarstjóri, Dagur B Eggertsson. Einnig voru sveitinni færðar margar góðar gjafir.

Árið hefur verið gott og stjórn vil þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóginn fyrir þeirra framlag.

Við munum að sjálfsögðu ljúka því formlega í flugeldasölunni en heyrst hefur að það sé afmælisterta á leiðinni.

—————-
Texti m. mynd: Út í horni á árshátíð
Höfundur: Haukur Harðarson