Sveitarfundur HSSR

Sveitarfundur HSSR verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar kl 19:00.
Fundinum verður streymt þar sem við virðum samkomutakmarkanir sem eru í gildi.

Dagskrá

  1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
  4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
  5. Önnur mál.

Þrettándasala 2021

Við verðum með Þrettándasölu á flugeldamarkaði okkar að Malarhöfða 6 fyrir alla sem vilja styrkja okkur með flugeldakaupum eða öðrum framlögum.

Opið verður 5. og 6. janúar milli kl 17-21.

Endilega komið við og gerið góð kaup.

Hægt er að skoða vöruúrvalið á : https://flugeldar.hssr.is

Image may contain: night, fire, fireworks, sky and outdoor

Vefverslun flugeldasölunnar opnuð!

Vefverslun flugeldasölu Hjálparsveit skáta í Reykjavík (https://flugeldar.hssr.is) opnaði á miðnætti í gær í 5 skiptið, þar sem landsins mesta úrval af flugeldum fæst.

Nú hefur aldrei verið mikilvægara að klára kaupin á netinu, þú velur vörur, borgar og sækir svo til okkar á Malarhöfða 6.

Netpantanir eru afhentar 28-31 desember í húsnæði hjálparsveitarinnar við Malarhöfða 6 en við hvetjum fólk til að mæta 28 desember til að minnka álag á sölustað okkar.

Þegar mikið verður að gera á Malarhöfðanum þá verða netpantanir afgreiddar beint í bílinn og ganga þær fyrir, lágmarks biðtími og hámarks sóttvarnir!

Sprengjum nú þetta ár í burtu – Hjálparsveit skáta skaffar dótið!

Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík árið 2020

Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 23. september 2020 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 á milli kl. 19 og 22.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra.
  2. Fundarstjóri skipar fundarritara.
  3. Inntaka nýrra félaga.
  4. Skýrsla síðasta starfsárs.
  5. Samþykkt ársreiknings.
  6. Rekstrarsjóður.
  7. Skýrslur nefnda.
  8. Lagabreytingar.
  9. Kosningar:
  • a. sveitarforingja
  • b. gjaldkera
  • c. meðstjórnenda
  • d. trúnaðarmanns
  • e. skoðunarmanna reikninga
  • f. uppstillingarnefndar
  1. Önnur mál.

Reikningar sveitarinnar
Reikningar sveitarinnar munu liggja frammi til skoðunar á skrifstofu hennar frá klukkan 15:00 miðvikudaginn 16. september og fram að lokum aðalfundar.

Atkvæðisbærni
Minnt er á að atkvæðisbær félagi þarf að hafa starfað með sveitinni sem nemur að lágmarki 50 klukkustundum sem skráðar eru í D4H undanförnum tólf mánuðum. Hver félagi fyrir sig getur skoðað tímastöðu sína í D4H eða haft samband við starfsmann sveitarinnar í netfangið hssr@hssr.is og fengið upplýsingar hjá honum.

Kynning á nýliðaþjálfun 2020-22

Kynning á nýliðaþjálfun 2020-22

Að hausti býðst áhugasömu fólki að skrá sig í nýliðaþjálfun hjá Hjálparsveit skáta í Reykjvík. Þetta er krefjandi og spennandi ferli þar sem nýliðar læra á fyrra árinu að vera sjálfbjarga í erfiðum aðstæðum og á seinna árinu að verða fagfólk í leit og björgun.

Haldnir verða tveir kynningarfundir, fimmtudaginn 27. ágúst og þriðjudaginn 1. september kl. 20 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6. Fundirnir verða fyllilega í samræmi við allar kröfur sem gerðar eru vegna Covid-19. Til þess að hægt verði að tryggja réttan fjölda fólks og lágmarks fjarlægð á milli gesta biðjum við áhugasama um að skrá sig á þann fund sem hentar þeim.

Nánari upplýsingar á hssr.is/nylidar.

Kynning á nýliðaþjálfun 2020-22

Sveitarfundur 28 janúar 2020

Sveitarfundur HSSRSveitarfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 28. janúar 2020, klukkan 19:00, í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
  1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta sveitarfundi.
  4. Starfsáætlun til næsta sveitarfundar.
  5. Önnur mál.

Það verður örugglega talað um húsnæðismál og því er mjög sniðugt að mæta ef menn hafa eða vilja mynda sér skoðun á því.

Flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.

Flugeldamarkaðirnir okkar opnuðu 28. desember. Hér má sjá staðsetningu og opnunartíma, ásamt því að skoða vöruúrval og versla í vefverslun. Við hlökkum til að sjá ykkur!
https://flugeldar.hssr.is

Afgreiðslutímar

Malarhöfði 6:

  • 28. desember: 10-22
  • 29. desember: 10-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31 desember: 10-16
  • 5. janúar: 12-19
  • 6. janúar: 12-18

Grafarholt, við Húsasmiðjuna:

  • 28. desember: 12-22
  • 29. desember: 10-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

Spöng:

  • 28. desember: 12-22
  • 29. desember: 10-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

Egilshöll:

  • 28. desember: 14-22
  • 29. desember: 10-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

Hraunbær 123, við Skátamiðstöðina:

  • 28. desember: 12-22
  • 29. desember: 12-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

Skátaheimili Skjöldunga, Sólheimum 21a:

  • 28. desember: 14-22
  • 29. desember: 12-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

Fylkisstúkunni, við Árbæjarlaug

  • 28. desember: 14-22
  • 29. desember: 10-22
  • 30. desember: 10-22
  • 31. desember: 10-16

 

Sveitarfundur 15. október 2019, fundarboð

Sveitarfundur október 2019

Sveitarfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 15. október 2019 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 á milli kl. 19 og 22.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar á þessu starfsári.
4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
5. Önnur mál.

Allir félagar, fullgildir jafnt sem nýliðar og mjög virkir sem minna virkir, eru velkomnir á fundinn. Ef þú ert með erindi sem þú vilt koma á framfæri undir dagskrárliðnum Önnur mál er hægt er að senda tölvupóst á stjorn@hssr.is eða gefa sig á tal við sveitarforingja eða fundarstjóra á fundinum.

Sveitarfundur 29. janúar 2019, fundarboð

Sveitarfundur 29. janúar 2019

Sveitarfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 29. janúar 2019 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 á milli kl. 19 og 22.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
5. Önnur mál.

Þegar er vitað að undir liðnum Önnur mál muni samráðshópur tækjahópar kynna nýjar þreifingar í húsnæðismálum sveitarinnar.

Allir félagar, fullgildir jafnt sem nýliðar og mjög virkir sem minna virkir, eru velkomnir á fundinn.