Sjúkrahópur tekur til hendinni….

Sjúkrahópur tekur til starfa á ný eftir sumarfrí í kvöld og er þá fyrsta vinnukvöld hópsins. Stefnan er að fara yfir búnað í tækjum og sjúkratöskur sem og einnig ræða betur starf vetrarins. Ætlar hópurinn að hittast á M6 kl:20:00. Í vetur mun hópurinn svo starfa og æfa á miðvikurdögum. Þeir sem hafa áhuga á að mæta og kynna sér starf hópsins eða vilja starfa með honum er velkomið að mæta í kvöld eða á komandi vinnukvöldum hópsins.

Kv. Sjúkrahópur

—————-
Texti m. mynd: Frá fyrstuhjálpar námskeiði…..
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson