Skíðaferð í apríl.

Ákveðið hefur verið að fara í skíðaferð í Landmannalaugar helgina 17.-19. apríl sem er helgin eftir páska. Ferðin er bæði ætluð göngu og fjallaskíðafólki. Lagt verður af stað í bítið á föstudagsmorguni og gengið að skálanum frá þeim stað sem bíllinn kemst ekki lengra. Það er því gert ráð fyrir heilum göngudegi í skálann. Á laugardaginn verður svo skipt upp í tvo hópa, fjallaskíðafólk og gönguskíðafólk og lagt upp í metnaðarfulla dagsferð í nágrenni Landmannalauga. Nákvæm lýsing á þessum ferðum verður auglýst síðar. Á laugardagskvöldið verður svo eldaður góður (sameiginlegur) matur og haldin kvöldvaka á eftir. Því eru engin frekari plön fyrir sunnudaginn en að ganga á móti bílnum, enda getur það verið drjúgur spotti eins og áður hefur komið fram. Ferðin er opin öllum fullgildum félögum HSSR og Nýliðum 2.Fararstjóri verður Daníel Guðmundsson. Farið verður í æfingaferð fimmtudaginn 2. apríl og er mæting kl. 18:00. Æfingaferðin verður betur auglýst síðar. Allir áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á korkinum og einnig að láta vita hvort þeir ætli í æfingaferðina. Nákvæm dagskrá með leiðarvali verður gefin út þegar nær dregur eða strax eftir æfingaferðina. Viðbragðshópur og Undanfarar

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson