Skíðaferð undanfara á Svínafellsjökul

Undanfarar skelltu sér í skíðaferð á Hvannadalshnjúk og niður Svínafellsjökulinn um helgina. Haldið var upp Sandfellsleiðina sem leið lá upp á Hnjúk og þaðan var skíðað til vesturs niður ofan af Hnjúknum og beint niður á Svínafellsjökulinn. Veðrið og færið var eins og best verður á kosið og var hitinn svo mikill að mennþurftu að kæla sig í krapapitti þegar niður var komið. Með í för voru Robbi, Katrín Möller, Helgi Hall og Hilmar Már. Að auki fékk Helgi Egilsson úr FBSR að fljóta með.

—————-
Texti m. mynd: Skíðað í gegn um ísfallið undir Hnjúknum
Höfundur: Helgi Tómas Hall