Snjóhúsaferð N2

Dagana 16.-17. febrúar verður snjóhúsaferð nýliða 2 í boði Tækjahóps. Undirbúningskvöld verður þriðjudaginn 12. febrúar kl 2000

Mæting á M6 laugardagsmorguninn 16. febrúar er kl. 06.00 stundvíslega.

Líklegur náttstaður Hungursfit norðan Tindfjalla.

Farið verður austur á Rangárvelli og áleiðis inn að Hafrafelli á R1 eða þangað til komið er í nothæfan ferðasnjó. Þaðan verður svo haldið áfram á jeppum og snjóbíl upp í Rangárbotna og þaðan inn á Hungursfit.

Þar sem snjóalög eru með eindæmum góð um þessar mundir er þetta kærkomið tækifæri til að kynnast ferðamennsku á gönguskíðum. Það er nefnilega fátt sem á betur saman en góður gönguskíðatúr og sæluvist í snjóhúsi. Vélsleðahópur HSSR mætir hugsanlega á staðinn og kynnir sig og sitt dót.

Hugsanlega farið suðuryfir Tindfjallajökul á sunnudegi ef aðstæður leyfa.

Mælt er með því að N2 verði á gönguskíðum.

Skráning fer fram á skrifstofa@hssr.is

kv
Tækjahópur

—————-
Texti m. mynd: Reykur Boli
Höfundur: Baldur Gunnarsson