Sveitarfundur haldinn þriðjudaginn 22. mars

Kæri félagi.

Næstkomandi þriðjudag 22. mars kl. 20 verður sveitafundur HSSR haldinn í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6.

Hefðbundin fundarstörf:
-Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
-Inntaka nýrra félaga.
-Skýrsla stjórnar.
-Starfsáætlun.
-Sleðar og sleðahópur-kynning á vélsleðakaupum og almennar umræður um sleðahóp.
-Útkallsmál.
-Kynning á D4H forriti.
-Reynsla og upplifun nýinngenginna félaga af nýliðaprógramminu.
-Önnur mál

Allir félagar hvattir til að mæta og taka þátt í starfi sveitarinnar. Veitingar í boði nýrra félaga.

Sam spelkur: Á fundinum verða til sölu Sam spelkur á kr. 2000- stykkið. Sam spelka er eitthvað sem hver félagi á að hafa í sínum persónulega sjúkrabúnaði.

Snjóflóðabúnaður: Þeir sem eiga hérna snjóflóðabúnað og hafa fengið um það tölvupóst, væri gott að nota tækifærið og nálgast hann.

Gamlir snjóflóðaýlar: Þeir sem eiga gamla analog snjóflóðaýla t.d. Ortovox F2 eða F1 Focus (voru seldir um 1993-1996) eru hvattir til að koma með þá og láta prófa þá.

Stjórnin

—————-
Höfundur: Helga Björk Pálsdóttir