Nú er starf tækjahóps komið í fullan gang eftir lágdeyðu sumarsins og eru verkefnin sem koma á borð okkar margvísleg og skemmtileg. Í næstu viku mun hópurinn til dæmis sjá um námskeið fyrir erlenda ráðstefnugesti Björgunar. Farið verður með þá á Langjökul þar sem þeim verður kynnt notkun tækja við leit og björgun á jöklum. Verkefni sem þetta skilar bæði tekjum en einnig góðri reynslu í reynslusafn þeirra sem taka þátt.
Þá hafa orðið breytingar á stjórn tækjahóps þar sem Guðmundur Jón Björgvinsson hefur tekið við keflinu af Baldri Gunnarssyni sem annar tveggja formanna hópsins. Við bjóðum Gumma, sem er búinn að starfa í sveitinni frá því elstu menn muna, velkominn og þökkum Baldri vel unnin störf síðastliðin ár.
—————-
Texti m. mynd: Reykur 3 í hálendisgæslu sumarið 2010.
Höfundur: Davíð Örvar Hansson