Fjall kvöldsins – Miðvikudagur 20. október

Þriðja fjall kvöldsins verður klifið miðvikudaginn 20. október. Leiðsögumaður verður enginn annar en Ragnar Antoniussen fjallageit en hann ætlar að leiða göngumenn í ógleymanlega ferð á Dýjadalshnúk og Tindstaðahnúk á Tindstaðafjalli en það er á mörkum Kjalarness og Kjósar norðvestan í Esjunni. Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast Esjunni frá nýju sjónarhorni og fullgildir félagar í sveitinni og nýliðar eru hvattir til að mæta – aldrei leiðinlegt að ganga með með manni eins og Ragga. Mæting verður á Malarhöfðann kl. 17:45 og brottför kl. 18. Akstur á vegum sveitarinnar og á einkabílum ef þörf verður á.

Svo eins og alltaf er mikilvægt að vera vel búinn, í góðum skóm og í hlýjum fatnaði. Munið eftir höfuðljósum og nestisbirtanum að ógleymdu góða skapinu 😀

Sjáumst

—————-
Höfundur: Íris Lind Sæmundsdóttir