Takk fyrir matinn, hann var góður.

Milli jóla og nýs árs var boðið í kaffi á M6. Tilgangurinn er ekki síst að halda tengingu við þá félaga HSSR sem ekki eru lengur fullvirkir í starfi sveitarinnar. Venjulega hefur BINGÓ séð um veitingar í þessu partýi með því að smyrja fyrir hádegismat í flugeldasölu. Nú brá svo við að BINGÓ var meðal gesta en þær hafa nú lagt smurbrauðshnífinn á hilluna eftir rúmlega þrjátíu ára starf.

Að sjálfsögðu var þeim þakkað fyrir og gjöf til þeirra frá HSSR fólst meðal annars í kossi frá sveitarforingja og vel skornir félagar HSSR tóku fyrir þær gjörning íklæddir bronsi og sundskýlum. Eiginmenn sem voru í salnum ókyrðust nokkuð við þetta og fullyrtu að svona dans væri nú ekki mikið mál. HSSRþakkar fyrir sig og vonar að við sjáum BINGÓ sem oftast.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson