Taktu áskorun – Kynning á nýliðastarfi HSSR

Þriðjudaginn 13. september kl. 20:00 verður haldinn kynning í húsnæði HSSR Malarhöfða 6 á nýliðastarfi sveitarinnar. Leitað er að fólki 18 ára og eldra sem tilbúið er að kynnast nýju fólki og vera hluti af hópi sem sækir námskeið og þjálfun hjá reyndum mannskap. Meðal námskeiða sem nýliðar þurfa að fara í gegnum má nefna; rötun og ferðamennska, skyndihjálp, ís- og klettaklifur, snjóhúsagerð og fjallaskíðun.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér hvernig staðið er að þjálfun nýliða. Á dagskrá fundarins er m.a. myndasýning úr starfi HSSR og veittar upplýsingar um það. Sýnd verður kvikmynd um fjallaskíðaferð á Tröllaskaga sem farin var s.l. páska. Boðið verður uppá veitingar að lokinni kynningu og gestir geta gengið um húsið og skoðað aðstöðu og tæki og spjallað við félaga sveitarinnar. Klifurveggur sveitarinnar verður opinn fyrir þá sem vilja reyna sig.

—————-
Texti m. mynd: Nokkrir sperrtir félagar á Sveinstind.
Höfundur: Ævar Aðalsteinsson