Þakkir frá Þýskalandi

Utanríkisráðuneytinu barst fyrir skömmu bréf þar sem færðar eru kveðjur og þakkir til þeirra sem aðstoðuðu við og tóku þátt í leitinni að Mathiasi Hinz og Thomasi Grundt í Öræfajökli í haust. Bréfið, sem stílað er á sendiherra Íslands í Þýskalandi, Ólaf Davíðsson, er frá móður Mathiasar Hinz sem dvaldi hér á landi í vikutíma meðan á leitinni stóð.

Í því segir hún m.a. að þrátt fyrir að leitin hafi ekki borið árangur sé það henni og fjölskyldunni sérlega mikilvægt að færa því fólki sem lagði svo hart að sér þeirra innilegustu þakkir.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson