Þverun straumvatna-Að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Nk. sunnudag 30. ágúst verður haldið námskeiðið Þverun straumvatna í og við Markarfljót. Kennarar verða Árni Alfreðsson vatnamaður frá Stóru-Mörk og Guðmundur "straumur" Björgvinsson straumkajakræðari til fjölda ára. Námskeið þetta er bráðnauðsynlegt öllu björgunarsveitarfólki og skiptir þá ekki máli hvort kanna þarf vatnsföll til að komast gangandi yfir eða á vélknúnu ökutæki. Þetta er skyldunámskeið Nýliða 2 og mikil áhersla lögð á að þeir mæti til þáttöku ætli þeir sér að starfa áfram. Einnig eru aðrir og eldri félagar hvattir til að nota tækifærið og taka þátt. Þetta er nám sem nýtist öllu ferðafólki. Spáin er góð, hlýindi og leysing á jöklum sem gefur mikið vatn og meira fjör.

Brottför frá M6 kl. 08.00 stundvíslega á sunnudagsmorgun. Vinsamlega tilkynnið um þáttöku á korkinum eða með pósti á hssr@hssr.is

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson