Þverun straumvatna/jökulvatna

Laugardaginn 1. september verður haldið vað/sull- eða straumvatnsnámskeið í Markarfljótinu. Tilgangur námskeiðs er að kynna aðferðir við að komast yfir jökulvatn og það í venjulegum göngufatnaði. Farið í grunnatriði, hvernig best er að vaða og bera sig að í jökulfljóti með og án línu. Eru af mörgum talin ein skemmtilegustu námskeið sem haldin eru.
Fólk veður í gönguskóm og venjulegum fjallafatnaði. Gott er að vera sæmilega búinn, ullarnærföt æskileg innst klæða og ekki sakar að vera í góðum ullarsokkum.Auk þess er belti, hjálmur, vettlingar og þurr föt til skiptanna nauðsynlegur búnaður.

Námskeiðið er skyldunámskeið N2 en opið öllum áhugasömum fullgildum félögum og eru þeir sérstaklega hvattir til að skoða hvort þeir hafa þörf fyrir að rifja upp sullkunnáttu sína. Nánari upplýsingar og skráning á D4H.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Þverun straumvatna/jökulvatna

Laugardaginn 3. september verður haldið vað/sull- eða straumvatnsnámskeið í Markarfljótinu.

Tilgangur námskeiðs er að kynna aðferðir við að komast yfir jökulvatn og það í venjulegum göngufatnaði. Farið í grunnatriði, hvernig best er að vaða og bera sig að í jökulfljóti með og án línu.

Fólk veður í gönguskóm og venjulegum fjallafatnaði. Auk þess er belti, hjálmur, vettlingar og þurr föt til skiptanna nauðsynlegur búnaður. Vaðprik af einhverju tagi er mikill kostur.

Námskeiðið er skyldunámskeið N2 en öllum áhugasömum fullgildum félögum opið.

Mæting á M-6 kl. 7:00

Skráning og nánari uppl. á korkinum

—————-
Höfundur: Árni Alfreðsson