Tillaga að lagabreytingum

Lagabreytingatillagan sem kynnt var á síðasta sveitarfundi hefur nú verið lögð inn á heimasíðuna okkar undir hlekknum 'Gögn'.

Tillagan er unnin af stjórnskipaðri nefnd sem tók sér góðan tíma í verkið. Engar meginbreytingar felast í tillögunni þó rétt sé að vekja athygli á eftirtöldum breytingum (sjá nánari skýringar í tillögunni):

Tekið út að HSSR sé aðili að Skátasambandi Reykjavíkur.Ákvæði um gestaaðild er nýmæli.Bætt er inn kafla um nýliða. Grein um fundi er skipt upp í aðal- og sveitarfundi.Fundaskipulag stjórnar einfaldað og bætt inn að æski 3 stjórnarmenn eftir fundi skuli hann haldinn.Krafa um löggilta endurskoðun reikninga felld út og innri skoðunarmönnum fjölgað í 2.Fest í lög skylda stjórnar til að bóka ákvarðanir varðandi ráðstöfun í og úr rekstrarsjóði.Stjórn HSSR leggur tillögu að skipulagi sveitarinnar fyrir sveitarfundi í stað þess að setja reglugerð um flokka. Tillagan verður til afgreiðslu á aðalfundi HSSR sem er á dagskrá í nóvember 2012.

—————-
Texti m. mynd: Með lögum er byggt, ólögum eytt.
Höfundur: Örn Guðmundsson