Afmælisárshátíð 2012

Afmælisárshátíð HSSR verður haldin á Icelandair hótel Reykjavík Natura laugardaginn 10. nóvember. Húsið opnar klukkan 19.30 með fordrykk og síðan verður sest til borðs kl. 20.00. Miðaverð er aðeins 6.500 kr. Miðasala er hafin og lýkur þriðjudaginn 6. nóvember. Greitt með millifærslu inn á reikning HSSR númer 0301-26-102729, kennitala 521270-0209. Við viljum hvetja alla félaga HSSR starfandi sem minna starfandi til að mæta, rifja upp skemmtileg ár og njóta þess að vera með skemmtilegu fólki. Nánari upplýsingar í kynningarblaði geymt undir hlekknum gögn hér á siðunni.

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson