Björgun

Ráðstefnan Björgun verður haldin 19. til 21. október á Grand hotel Reykjavík. Yfir 60 fyrirlestrar verða í boði auk kynningarbása. Dagskrá stendur frá föstudegi til sunnudags og ráðstefnugjald er 12.500 krónur. Fyrirlestrar á erlendu tungumáli er þýddir á íslensku. HSSR greiðir fyrir félaga með því skilyrði að þeir sjái sér fært um að vera virkir á ráðstefnunni (nokkrir fyrirlestrar) og hafi verið virkir í starfi sveitarinnar á undanförnu ári. Þetta gildir einnig fyrir N-II.

Hér er um að ræða svokallaða brons áskrift að ráðstefnunn HSSR félagar eru hvattir til að kynna sér dagsrá og skoða hvort þeir eigi ekki erindi á nokkur erindi – ) Þáttaka á námskeið sem eru í boði samhliða ráðstefnunni er samkvæmt reglum HSSR um námskeið.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Björgun

Um 18:30 laugardaginn 27.6 bárust sveitinni boð um að vélsleðamaður hefði fallið í sprungu á Geitlandsjökli. Undanfarar voru ræstir út á rauðu útkalli og þyrla LHG fór með þrjá þeirra upp á Geitlandsjökul. Þar voru fyrir björgunarsveitir frá vesturlandi. Bíll frá HSSR sótti undanfara HSSR auk undanfara frá Ársæli á jökulinn. Nokkuð var fjallað um það hjá RUV að langan tíma hefið tekið að manna þyrluna með fjallafólki. Sú frétt er að hluta rétt en að hluta byggð á vankunnáttu fréttamanns. Þar virðist gengið út frá því að viðbragðstími einstaklinga á launaðri bakvakt og áhugamanna sé sá sami og að allir björgunarmenn getir sinnt útkalli sem þessu. Í sumum tilvikum er viðbragðstíminn sá sami en í öðrum tilvikum er hann lengri og það var reyndin á laugardaginn. Það er jú munur á áhugamennsku og atvinnumennsku. Þetta hafði þó á engan hátt áhrif á björgunina sem gekk mjög vel og tók stuttan tíma.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson