Tindabrölt í Eyjafirði 8. – 10. júní

Vegna veðurs var 13 tilvonandi Hnúksförum snúið norður í Eyjafjörð.
Þar kleif hópurinn hæsta fjall Norðurlands, Kerlingu (1536m) ásamt Hverfanda, Þríklakka, Stórakrumma, Litlakrumma, Bónda og Súlur.
Alls voru gengnir 23 km, hækkun um 2800m og tók ferðin í heildina 12,5 klst.

Aðstæður voru talsvert krefjandi; brattar skriður og snjóbrekkur, klungur og brölt.
Einnig eru miklar snjóaleysingar á svæðinu og urðum við vör við nokkur smáflóð á leið okkar.
Tekinn var prófíll til að meta aðstæður en hætta talin óveruleg.
Lítið smáflóð féll þó á gönguleið okkar þegar farið var niður af Kerlingu…sem var góð áminning um hversu mikilvæg
"hin heilaga þrenning" er við þessháttar aðstæður.

Í alla staði velheppnuð ferði í brakandi blíðu á Norðurlandinu.

—————-
Texti m. mynd: Hópurinn með Kerlingu í baksýn
Höfundur: Melkorka Jónsdóttir