Breytingar á ferð

Árleg ferð HSSR á Hvannadalshnúk hefur verið breytt í Kerlingu í Eyjafirði. Vegna veðurs hefur verið hætt við að ganga á Hnúkinn.
Í stað hefur plan B sett í gang en það er að ganga á Kerlingu við Eyjafjörð. Ekki er nóg með það heldur er stefnan að ganga jafnvel frá Kerlingu norður með fjallgarðinum og enda á Súlum fyrir ofan Akureyri.
Planið er að leggja af stað á morgun, föstudag kl. 18:30 keyra norður og gista á tjaldsvæðinu á Akureyri. Á laugardeginum yrði svo gangan mikla.
Það færi svo eftir stemningu hvort keyrt yrði í bæinn á laugardagskvöldinu eða gist og gert eitthvað gott á sunnudeginum. Skráning og nánari upplýsingar á D4H

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson