Ultramaraþonhlaup

Nú um síðustu helgi fór fram Ultramaraþon en það er hlaupið frá Landmannalaugum í Þórsmörk. 113 hlauparar lögðu af stað en tveir nýttu sér þægindi og þjónustu leggjalangra félaga HSSR og fengu far með Reyk 1 (Benz) úr Emstrum niðri í Þórsmörkina. Þessir hlauparar voru bugaðir á líkama og sál en voru samt innan tímamarkana niðri í Emstrur. Hlaupið fór fram við fínar aðstæður og virtist sem veðurguðirnir hafi tekið hlaupara í fóstur því veður var víða í kring frekar slæmt. Alls tóku 19 félagar þátt í gæslu við hlaupið og stóðu sig vel en kraftar fleiri félaga hefðu verið kærkomnir. Þeim sem tóku þátt í gæslunni vill stjórnin og ég þakka fyrir en hvet aðra félaga til að fylgjast með hvenær hlaupið verður á næsta ári og vera þá tilbúna að skrá sig tímalega. Einnig óskum við félaga okkar, Sigrúnu Konráðs, sem tók þátt í hlaupinu til hamingju með flottan árangur.

Myndin er af Charles Hubbard sigurvegara hlaupsins árið 2001 og 2002 á tímanum 4:39 klst.

Meðfylgjandi er tengill við heimasíðu hlaupsins þar er hægt að skoða úrslit hlaupsins.

—————-
Vefslóð: hlaup.is
Höfundur: Stefán Páll