Útkall þann 8. ágúst – Leit að konu

Rétt eftir miðnætti var boðað til útkalls og óskað eftir einni bifreið til leitar af konu sem hafði yfirgefið geðdeild.

Korter fyrir eitt fór bifreið frá HSSR úr húsi með Björn Jóhann, Hafdísi Bridde og Ragnar Rúnar Svavarsson. Þeirra verkefni var að leita að bifreið á vegslóða í Heiðmörk.

Um kl. 03 fundu þau bifreiðina með konunni, þá var hún köld og frekar erfitt að ná sambandi við hana. Beðið var þar til sjúkrabifreið kom á vettvang og hlúð var að henni þangað til.

Myndin sýnir nokkra úr viðbragðshóp á leitaræfingu á Úlfljótsvatni.

—————-
Höfundur: Stefán Páll