Útkall á Langjökul

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Akranesi, Borgarnesi og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út þegar tilkynning barst um að tvær manneskjur hefðu fallið í sprungu á Langjökli vestanverðum. Undanfarar úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu á staðinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar og lenti hún á jöklinum. Frá HSSR fóru undanfarar og tækjamenn en auk þess voru gerðar ráðstafanir til að snúa tækjum og bílum sem voru við æfingar á Mýrdalsjökli á slysstað. Ekki reyndist þörf á þeirra aðstoð.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson