Viltu vera til taks þegar aðrir þurfa á hjálp að halda?

Fátt er meira gefandi en að koma öðrum til hjálpar. Sumar. Vetur. Dagur. Nótt. Leit. Björgun. Það munar um hvern björgunarmann sem mætir og leggur sitt lóð á vogarskálina.

Hjálparsveit skáta í Reykjavík býður áhugasömu fólki upp á þjálfun svo það geti orðið fullgilt björgunarfólk. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið geturðu mætt á kynningarfund og fengið allar upplýsingar. Þessir fundir eru haldnir í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 fimmtudaginn 26. ágúst og þriðjudaginn 31. ágúst kl. 20.

Fundinum fimmtudaginn 26. ágúst verður streymt á Facebook síðu sveitarinnar, facebook.com/reykur.

Nánari upplýsingar á hssr.is/nylidar.