Massaferð Undanfara

Helgina 10.-11. apríl liggur Massaferð Undanfara í Tindfjöllin. Gist verður í ÍSALP-skálanum og herjað á tinda og brekkur eftir áhuga og framtakssemi þátttakenda. Eins og ávallt verður vopnabúnaðurinn skaflajárn, söx, tunnuprik og annað tilfallandi. Nánari upplýsingar veitir Hálfdán í netfangi "halfdana(hjá)gmail.com". Sem fyrr er snyrtilegur klæðnaður áskilinn sem og staðgóð þekking í helstu bragfræðum.

—————-
Texti m. mynd: Svalir undir Hrútsfjallstindum (Mynd: Steppo)
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Massaferð Undanfara

Massaferð Undanfara verður sem fyrr farin í kringum sumardaginn fyrsta. Ætluð brottför úr bænum er síðdegis miðvikudaginn 23. apríl og heimkoma aftur á sunnudagskvöldinu 27. apríl. Stefnan er sett á Öræfin og slegið verður upp tjaldbúðum í Skaftafelli. Herjað verður á tinda og brekkur í Öræfunum eftir áhuga og framtakssemi þátttakenda. Vopnabúnaðurinn verður skaflajárn, söx, tunnuprik og annað tilfallandi.

Nánari upplýsingar eru væntanlegar þegar nær dregur en skráning er þegar hafin á korkinum og með tölvuskeytum á “halfdana(hjá)hi.is”. Snyrtilegur klæðnaður og hæfileiki til að segja skemmtilegar sögur eru forsendur fyrir þátttöku.

—————-
Texti m. mynd: Svalir undir Hrútsfjallstindum (Mynd: Steppo)
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Massaferð undanfara

Hin árlega massaferð undanfara verður farin næstu helgi, 28. – 30. apríl. Í þetta sinn verður gert strandhögg í sveitum norðanlands og herjað á Hólamenn.

Hólamaðurinn Valli er æstur að fá menn í heimsókn og þykir synd hvað hann hefur verið lítt heimsóttur undanfarið. Aðstæður þykja um þessar mundir vera gríðargóðar í Skagafirðinum og Valli ætlar að leiðsegja okkur um Skagfirsk fjöll Tröllaskagans og sjá okkur fyrir verkefnum. Þeir sem treysta sér ekki á skíðin þurfa hins vegar ekki að láta sér leiðast því daglegar hestaferðir og Vesturfarasetrið á Hofsósi ku einnig létta hvers manns lund.

Áhugasamir ættu að skrá sig sem fyrst, annað hvort á korkinum eða beint til undanfara. Farnar verða sætaferðir frá M6 og fyrstu menn og konur fá bestu sætin. Þrekpróf fyrir brottför til að skera úr um hverjir fá síðustu sætin. Það er skemmtilegur bónös að 1. maí er á mánudegi svo hægt verður að lengja ferðina um einn dag ef vilji er fyrir hendi. Ef norðurplönin fara út um þúfur þá verða sunnanmenn heimsóttir og farinn Tindfjallahringur með léttu ofurívafi.

—————-
Texti m. mynd: Alpar Íslands í fallegasta dal í heimi! AB 31/3 ‘5
Höfundur: Hálfdán Ágústsson