Nú um helgina var haldið námskeið á vegum björgunarskólans í grunnatriðum fjallabjörgunar.
Nokkrir félagar úr fjallahópi sátu námskeiðið sem stóð frá föstudegi fram á sunnudag. Farið í öryggi í fjallabjörgun, uppsetningu björgunarkerfa, Panorama Pick up björgunarkerfi án þess að nota börur og svo loks brattbrekkubjörgun.
Frá fjallahópi voru: Ragnar, Hilmar Már, Rún, Tomasz, Sigþóra, Ivar Blöndahl og Tinni.
—————-
Texti m. mynd: Allir með athyglina í lagi.
Höfundur: Ragnar K. Antoniussen