Stjórn boðar til aðalfundar Hjálparsveitar skáta í Reykjavík fimmtudaginn 19. maí klukkan 19:00 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 í Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
- Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra.
- Fundarstjóri skipar fundarritara.
- Inntaka nýrra félaga.
- Skýrsla síðasta starfsárs.
- Samþykkt ársreiknings.
- Rekstrarsjóður.
- Skýrslur nefnda.
- Lagabreytingar.
- Kosningar:
a. sveitarforingja.
b. gjaldkera.
c. meðstjórnenda.
d. trúnaðarmanns.
e. skoðunarmanna reikninga.
f. uppstillingarnefndar. - Önnur mál.