Þriðjudaginn 22. nóvember var aðalfundur HSSR haldinn. Hann var hefðbundinn, skýrsla stjórnar, lagðir fram reikningar og kosnig í helstu embætti. Einnig var stjórn veitt heimild til að greiða niður lán sem hvílir á Malarhöfða 6, ef það þætti hagkvæmt.
Þrír félagar hættu í stjórn, það eru þau Frímann, Helga Björk og Örn. Þeim eru öllum þökkuð vel unnin störf en þess má geta að Örn hefur setið í stjórn í sex ár að þessu sinni.
Haukur bauð sig fram til sveitarforingja, í stjórn til tveggja ára voru þrír í framboði, Kristjón, Einar Ragnar og Björk og Sigþóra í framboði til eins árs. Engin önnur framboð bárust og voru allir því sjálfkjörfnir. Fyrir sátu í stjórn og eiga eitt ár eftir af sínu kjörtímabili Anna Dagmar og Hilmar Már.
Fundurinn var mjög vel sóttur, um 100 manns sóttu hann. Skýrslu stjórnar er að finna hér á heimasíðunni undir gögn og meðfylgjandi er mynd af nýkjörinni stjórn.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson