Author Archives: Hjálparsveit skáta í Reykjavík

M6 þrif

Allir útkallshópar auk NI og NII hafa fengið úthlutað einum mánuði á ári þar sem hópurinn er ábyrgur fyrir að þrífa húsnæði sveitarinnar. Gert er ráð fyrir að þrifin fari fram milli 10. og 25. hvers mánaðar.Nánari upplýsingar um verklag og röðun á mánuði er að finna á upplýsingatöflu á M6. Það er á ábyrgð stjórnenda í viðkomandi hópum að þrifin séu framkvæmd. Tækjahópar eru ekki í skipulaginu enda sjá þeir um þrif á tækjageymslu alla mánuði ársins.

Janúarmánuður var í umsjón Búðahóps og byrjunin var glæsileg. Eftir þriggja tíma törn var komið annað og betra loft í húsið. Það má sjá myndir frá þrifunum á https://picasaweb.google.com/111364098869959018394/M6Rifinn#

—————-
Texti m. mynd: Skúrað út í lokinn
Höfundur: Haukur Harðarson

Fyrirlestur – björgunarleiðangur á Skessuhorn

Þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20.00 mun Jón Gauti Jónsson fararstjóri og fjallaleiðsögumaður, flytja fyrirlestur um örlagaríka gönguferð á Skessuhorn að vetrarlagi 28. mars 2009 þar sem kona hrapaði niður fjallshlíðina og umfangsmikill björgunarleiðangur fylgdi í kjölfarið. Gert er ráð fyrir að fyrirlesturinn standi í um 90 mínútur. Allir velkomnir, nýliðar sem fullgildir. Skráning er á D4H og planið er að klár nammið úr flugeldasölunni.

Slysið varð í ferð gönguhópsins Toppafara og hér má lesa frásögn ferðafélaganna af atvikinu: http://www.fjallgongur.is/tindur21_skessuhorn_280309.htm.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Mikið um ófærðarútköll

Það er búið að vera mikið um ófærðarútköll á síðustu vikum. Flest hafa þau verið innanbæjar en einnig hafa þau verið upp á Hellisheiði og þá snérust verkefnin um að sækja fólk í bíla og koma því niður af heiðinni. Í flestum tilvkum hafa jeppar og Reykur 1 verið notaðir en síðastliðin föstudag var Boli einnig ræstur út á heiðina.

Þokkalega hefur gengið að manna þessi útköll þó sum þeirra hafi verið á dagvinnutíma. Samt hefur verið nokkuð um það að félagar sendi svar um hvort þeir mæti á 112 en ekki á bækistöðvarsíma eins og á að gera. Svar á 112 tefur þeirra störf. Vinsamlega atugið þetta og skráið útkallssímann í minnið hjá ykkur.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Fræðslukvöld sjúkrahóps

Minni á opið fræðslukvöld sjúkrahóps sem verður á fimmtudaginn næstkomandi kl. 20 en þá ætlum við að rifja upp spelkun og sáraumbúðir.

Hvet alla til að mæta og sérstaklega þá sem hafa kannski ekki tekið fyrstu hjálp á allra síðustu árum, en eins og allir vita er mikilvægt að dusta rykið af kunnáttunni og æfa sig.

kv.

Sjúkrahópur.

—————-
Höfundur: Rún Knútsdóttir

Uppgreiðsla lána af M6

Á síðasta aðaldundi HSSR var stjórn falið að kanna möguleika á að greiða upp eftirstöðvar lána af húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 og greiða þau lán upp ef samkomulag næðist við Arion banka. Nú er þessu ferli lokið og niðurstaðan var að Arion banki stóð við bakið á okkur og styrkir okkur sem nemur kostnaði við uppgreiðsluna. Í framhaldi af því er búið að greiða upp öll lán og við eigum því M6 skuldlaust. Ánægjulegur dagur.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Stjórnendur útkallshópa og stjórn funda

Þriðjudaginn 17. janúar funduðu stjórnendur útkallshópa og stjórn. Tilgangur fundarinns var að upplýsa og fá umræðu um ýmiss mál sem eru í vinnslu hjá stjórn. Meðal annars var rætt um:

D4H og rafræn skráning inn og úr útköllum. Það verður lögð áhersla á D4H þetta starfsár, þar mun öll dagskrá farar inn auk félagatals. Hópstjórar og hópar hvattir til að nota kerfið en á móti verður ákveðnum þátttum svo sem dagskrá lokað á heimasíðu.Námskeið fyrir hópstjóra í útköllum verður haldið í febrúar. Það verður innasveitarnámskeið þ.e. ekki á vegum Björgunarskólanns og áhersla á að deila reynslu sem er innan HSSR, hlutverk hópstjóra í útköllum, vinnuferla o.s.fr. Markhópurinn eru núverandi hópstjórar og einstaklingar með útkallsreynslu sem gætu orðið hópstjórar.Gátlistar í útköllum. Kynntar hugmyndir um uppsettningu á gátlistum í útköllum og markmið með þeim er að auðveldara verði að tryggja að réttur búnaður sé tekin með eftir eðli útkalla. Næsta skref er að listarnir fara í vinnslu innan útkallshópa.Þrif á húsnæði. Útkallshópar munu í auknu mæli taka að sér þrif á húsnæði og gert ráð fyrir að hver hópur taki einn mánuð á ári. Kerfið byrjar í janúar og það er búðahópur sem á fyrstu törn. Nánari upplýsingar á M6Afmælisár. Við erum 80 ára og það er fullt af góðum hugmyndum svo sem fjölskyldudagur, æfingar og ferðir að ógleymdri veglegri árshátíð. Villi og Óli Jón voru fengnir til að halda utan um árið. Takk fyrir góðan fund – stjórn HSSR

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Fjallamennska 1

28 Nýliðar héldu upp á hellisheiði snemma morguns laugardaginn 14. Janúar. Leiðin lá upp í Sleggjubeinsskarð þaðan sem ganga átti um Innstadal í skátaskálana 3, Þrymheima, Kút og Bælið. Mikil veðurblíða tók á móti okkur í Sleggjubeinsskarði en þar blés hressileg og rigndi vel. Allir fengu að prófa hvort að pollagallinn virkaði og voru menn mis ánægðir með gallana. Eftir góða pásu tóku við hrikalega metnaðafullar fjallamensku æfingar fram á kvöld og var mál manna að langt sé síðan að aðrar eins kúnstir við ísaxarbremsu hafa sést.

Á sunnudeginum var svo komin þessi rjómablíða og allskyns kúnstir kenndar. Dagurinn endaði svo með stuttu rölti að neyðarskýlinu við Suðurlandsveg þar sem okkar ástkæru bílaflokksmenn sóttu okkur og komu okku öllum í bæinn.

Undanfara vilja þakka$ mjög efnilegum nýliðahóp fyrir helgina og vonandi að allir hafi lært eitthvað og skemmt sér vel.

Einar Ragnar var auðvitað með myndavélina og hér er hlekkur á myndirnar hans:

—————-
Texti m. mynd: Hressir nýliðar að hvíla sig eftir erfiðar æfingar
Höfundur: Kári Logason

Nýliðar I á æfingu í Henglinum

Bílahópur vaknaði snemma og ók með nýliða og leiðbeinendur þeirra upp í Hellisheiðarvirkjun upp úr klukkan 07:00 í gær laugardag og skildi þar eftir í grenjandi slagveðursrigningu.
Um nónbil hélt bílahópur síðan aftur af stað og nú með gas til upphitunar í einum skálana sem gist var í.
Ferðin var notuð til æfinga á bílanýliðum og til að kenna þeim að beyta bílunum í snjó sem nægar birgðir eru ef á svæðinu núna. Ferðin gekk alveg prýðisvel og fengu allir tækifæri til að spreyta sig við stýrið, vanir og óvanir.
Þegar heim var haldið fékk einn leiðbeinandi og tveir nýliðar far í bæin, þar sem veikindi og ólokin lærdómur höfðu látið á sér kræla.

Sleðahópur var einnig við æfingar á svæðinu og eins og áður sagði er gríðarlega mikið magn af snjó á svæðinu og því alveg prýðisútivistarfæri fyrir allar tegundir af snjósportum.

—————-
Texti m. mynd: Mynd: Svavar Jónsson
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson

Ljósmyndasýning 112 daginn

Það verður ljósmyndasýning í Smáralind í tengslum við 112 daginn sem haldin verður 11. febrúar. Verið er að leita eftir myndum frá störfum viðbragðsaðila og þá er bæði verðið að tala um aðgerðir, æfingar, fjáraflanir og annað starf. Það eru auknar líkur á því að myndir verði fyrir valinu ef fatnaður og tæki erum merkt.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Ólöfu Snæhólm hjá SL og netfangið hjá henni er olof@landsbjorg.is. HSSR er einnig alltaf að leita að góðum myndum í húsnæðið þannig að hugsanlega má slá tvær flugur, sýna í Smáralind og verða ódauðleg/ur á veggjum M6. Nú er um að gera að leita í safninu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

HSSR ketilbjöllur

Ketilbjöllurnar eru að hefjast aftur og verður fyrsta æfing fimmtudaginn 19. janúar kl. 18. (Athugið frestuð dagsetning vegna flugeldafrágangs). Það eru 15 manns búnir að skrá sig en okkur vantar fleiri í hópinn. Þeir sem hafa áhuga sendi póst á gjaldkeri@hssr.is Hérna er hægt að fá upplýsingar um ketilbjöllur www.kettlebells.is

—————-
Höfundur: Anna Dagmar Arnarsdóttir