Author Archives: Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Uppstilling til stjórnar HSSR haustið 2011

Uppstillingarnefnd HSSR kynnir hér með uppstillingu til stjórnar HSSR en kosið verður í stjórn á sveitarfundi, næstkomandi þriðjudag 22. nóvember.

Haukur Harðarson gefur kost á sér til sveitarforingja en kosið er til eins árs í senn. Kosið er um sæti meðstjórnenda til tveggja ára í senn.

Eftirfarandi sitja þegar í stjórn og eiga 1 ár eftir:

Hilmar Már AðalsteinssonAnna Dagmar ArnardóttirEftirfarandi gefa kost á sér í 4 laus sæti í stjórn:

Kristjón SverrissonEinar Ragnar SigurðssonSigþóra Ósk ÞórhallsdóttirBjörk Hauksdóttir (hefur nýlokið stjórnarsetu og gefur aftur kost á sér) Félögum er bent á að öllum er frjálst að bjóða sig fram til stjórnar HSSR.
Uppstillingarnefnd,
Hálfdán, Brynja og Einar

—————-
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Aðalfundur HSSR 22. nóvember

Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Fundarboð – aðalfundur 22. nóvember 2011

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til aðalfundar þriðjudaginn 22. nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn að Malarhöfða 6.
Dagskrá fundarins verður með hefðbundnum hætti:

1. Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra
2. Fundarstjóri skipar fundarritara
3. Inntaka nýrra félaga
4. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu um starf sveitarinnar
5. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga HSSR
6. Skýrslur nefnda
7. Kosningar
• Sveitarforingja
• Meðstjórnenda
• Endurskoðanda
• Félagslegs endurskoðanda
• Uppstillingarnefndar
8. Önnur mál

Kaffiveitingar

Stjórn hvetur alla félaga sem og nýliða til að fjölmenna og taka þátt í umræðum um málefni sveitarinnar.

Með kveðju,
Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík

—————-
Höfundur: Helga Björk Pálsdóttir

Leit í Sólheimajökli lokið

Umfangsmikilli leit er lokið. Yfir 100 einstaklingar á vegum HSSR tóku þátt í henni, þegar mest lét voru 62 félaga HSSR á vettvangi í einu og vel gekk að manna þá daga sem á eftir komu.

Flest tæki voru virkjuð þar á meðal fór búðahópur austur með tjald og búnað. Á rýnifundi sem haldin var á M6 á sunnudagskvöldið, kom fram að aðgerðin tókst að mestu mjög vel frá okkar hendi þó vissulega sé alltaf hægt að gera betur. Meðal annars var bent að mætti koma upp betri aðstöðu til að hlaða inn ferlum og reitaskipulagi í tæki og þörf fyrir að bæta talstöðvarbúnað.

Sérstakt klapp fengu bílstjórar og bækistöðvarhópur á M6 fyrir góðan stuðnig. Einnig NII sem sáu um móttöku á búnaði á M6 ásamt fleiri félögum HSSR. Einnig kom fram mikil ánægja með hversu vel gekk að virkja eldri félaga. Þetta útkall reyndi á, aðstæður voru erfiðar en í heildina gekk það vel. Stjórn HSSR vill þakka öllum félögum sem komu að aðgerðinni.

—————-
Texti m. mynd: Þreyttir en það er eitthvað við þetta
Höfundur: Haukur Harðarson

Leit við Sólheimajökul heldur áfram

Leitin að sænskum ferðamanni við Sólheimajökul hefur enn ekki skilað árangri. Í gær voru rúmlega 30 félagar í HSSR við leit á svæðinu við erfiðar aðstæður, auk nokkurra félaga í bækistöð á M6. Leitin heldur áfram nú á laugardegi. Tjald HSSR hefur nú verið sett upp við vettvangsstjórn og hópar að búa sig til leitar í birtingu. Nú þegar eru farnir 32 félagar í HSSR af stað austur. Meðal annars hópur fyrrum undanfara sveitarinnar sem brugðust skjótt og vel við beiðni um aðstoð. Var þessi mynd tekin af þeim áður en þeir lögðu af stað í morgun.

—————-
Texti m. mynd: Eldri félagar svöruðu kallinu og mættu
Höfundur: Gunnlaugur Briem

Leit á Fimmvörðuhálsi og Sólheimajökli

Leitin er orðin mjög umfangsmikil og mætingin frá okkur verið mjög góð. Alls hafa 63 HSSR félagar farið austur auk bækistöðvarfólks, stjórnar hér í bænum og NII sem hafa komið að frágangi á M6. Alls eru þetta um 80 manns

Tjaldið okkar var sett upp við Baldvinsskála og nýttist mjög vel til að veita súpu og yl. Sleðar og Boli voru virkjaðir en eftir að leitinn færðist yfir á Sólheimajökul er allt leitað á fæti. Gerum ráð fyrir að halda áfram á föstudag og helgina ef þarf. Erum að prófa að nota vegginn á D4H til að veita upplýsingar um gang og brottfaratíma hópa. Endilega nýtið ykkur það.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Hópstjóranámskeið

Helgina 18. – 20. nóvember næstkomandi verður Björgunarskólinn með hópstjóranámskeið á Úlfljótsvatni. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfari til að stjórna leitar- og björgunarhópum og er ætlað hópstjórum björgunarsveita. Það er fjölbreytt, blanda af fyrirlestrum, hópavinnu og æfingum.

Meðal annars verður farið í gegnum eftirfarandi hluti:Hópurinn – Uppbygging og viðhald hóps, innihald, hver skipar stjórnandann, skráning og viðmiðunarreglur, Stjórnandinn – leiðtoginn, verkstjórinn, stjórnunarstílar, hjálpartæki og gögn, mistök, rýnifundir, traust og virðing, Hverjar eru kröfurnar til stjórnanda? Hvenær á að stoppa?, Stjórnkerfi í leit og björgun – lands og svæðisstjórnarkerfið, réttindi og skyldur, almannavarnir og lög og reglugerðir, Vettvangurinn – verndun vettvangs, að tryggja örugg samskipti, öflun sönnunargagna, Samskipti út á við – aðstandendur, svæðisstjórnir, viðbragðsaðilar og fjölmiðlar, Áföll og uppákomur – slys og veikindi, bilun eða skortur á búnaði, áfallahjálp, Stjórnun í almennu starfi – stjórnun flokks í starfi, sararstjórn, æfingar, viðburðastjórnun, fjáraflanir

+Námskeiðið er byggt upp á bæði fyrirlestrum og verklegum æfingum. Þá er reynt að hafa þau mjög opinn með það að markmiði að fá virkar umræður um námsefnið þannig að allir geti miðlað og lært af fyrri reynslu nemenda og leiðbeinanda.Nokkur sæti eru enn laus á námskeiðið og hvetur stjórn þau sem eru hópstjórar í útköllum eða hafa útkallsreynslu og hafa áhuga á að verða hópstjórar að skrá sig á námskeiðið.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Fundur hjá Þriðju bylgjunni, mánudaginn 14. nóv

Þriðja bylgjan ætlar að hittast á Malarhöfanum mánudaginn 14. nóvember kl. 20.00 til 21.30 og fara yfir næstu skref.

Góð mæting var á fyrsta fund Þriðju bylgjunnar og leist mönnum vel á framtakið. Rætt var um fyrirkomulag og starfsemi hópsins og kynntar hugmyndir stjórnar fyrir stofnun hans.

Nú er komið að næsta fundi þar sem hugmyndin er að ramma verkefnið inn. Við hvetjum alla til að mæta á fundinn bæði þá sem þegar hafa látið sjá sig og ekki síður þá sem ekki hafa komið en vilja gjarnan vera með.

Í samræmi við hugmyndir af fyrsta fundi er stefnt að því í framtíðinni að hittast fyrsta mánudag þá mánuði ársins sem ekki er ofsetnir af öðru þ.e.janúar, febrúar, mars, apríl, september, október, og nóvember.

Sjá frekar upplýsingar í eldri fréttum.

Dagskrá fundarins:

1. Nafnið á hópnum.

Þriðja bylgjan hefur verið notað sem vinnuheiti fyrir hópinn enda lýsir það tilgangi hans nokkuð vel. Allar tillögur að nafni eru þó vel þegnar og endanlegt nafn verður ákveðið á fundinum.

2. Dagskrá hópsins í vetur.

Hugmyndin er að fundir séu fyrst og fremst til að hittast og spjalla en auk þess er reiknað með að boðið verði upp á kynningu eða upprifjun á þáttum tengdum starfsemi sveitarinnar sem gott er þekkja, en við reiknum með að hópurinn taki þátt í að stilla upp föstum dagskrárliðum næstu mánaða.

3. Kynning á alþjóðasveitinni.

Við viljum hvetja alla sem sjá þennan póst og vita um áhugasama félaga að draga þá með á fundinn.

Athugasemdir berist til Andrjesar eða Arngríms

—————-
Höfundur: Andrjes Guðmundsson

Myndir í ársskýrslu

Við erum að safna myndum í ársskýrslu. Það er lögð áhersla á að þær tengist starfi HSSR, sýni félaga, störf eða tæki. Einnig fínt ef einkennisfatnaður sé sýnilegur og séu í þokkalegri upplausn. Ársskýrslan er ódauðlegt rit og þær eru til um ókomana framtíð. Þú hefur tækifæri til að komasta á spjöld sögunnar. Myndir sendist á haukur@frae.is

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Reitir fasteignafélag hf. styrkir HSSR

Reitir fasteignafélag veittu HSSR nýverið styrk til búnaðarkaupa. Styrkurinn var notaður til greiðslu á nýrri kerru sem borið getur fjóra vélsleða. Með þessum styrk vilja Reitir stuðla að uppbyggingu og endurnýjun tækja og búnaðar HSSR.

Ástæða styrkveitingarinnar er vaskleg framganga björgunarsveita í óveðri sem gekk yfir landið snemma á þessu ári. Björgunarsveitir afstýrðu tjóni á virðulegri og fallegri húseign Reita í miðbæ Reykjavíkur þegar stórt tré rifnaði upp með rótum.

Sú sjálfboðavinna sem björgunarsveitir landsins inna af hendi verður seint fullþökkuð. Með framlagi sínu til uppbyggingar björgunarbúnaðar hjá HSSR vilja Reitir leggja sitt af mörkum til þess að viðhalda viðbragðsgetur og viðbragðsflýti HSSR þegar mikið liggur við.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson

Árshátíð HSSR 2011

Fresturinn til að skrá sig á árshátíðina er til hádegis miðvikudaginn 26. október

Upplýsingar:
Kennitala: 521270-0209
Reikningsnúmer: 0301-26-102729
Staðfesting send á arshatid@hssr.is
4.000 kr miðinn

Vonumst til að sjá sem flesta!

—————-
Höfundur: Íris Mýrdal Kristinsdóttir