Hin árlega BANFF kvikmyndasýning verður haldin í Háskólabíói 15. og 16. maí næstkomandi. Um er að ræða stuttmyndir af afrekum og ævintýrum einstaklinga sem stunda fjallamennsku, snjóbretti, fjallahjólamennsku, klifur, kajak, base jumping og fleira. Myndirnar eru eins fjölbreyttar og þær geta verið en allar eiga það sameiginlegt að fjalla um samspil einstaklingsins við náttúruna þar sem adrenalín og góð skemmtun eru sjaldan fjarri.
Sýningarkvöldin verða tvö og verður myndefnið mismunandi á þessum tveimur kvöldum. Um er að ræða samtals fjóra tíma af ævintýraþrá, adrenalíni og útivist. Sýningar verða í Háskólabíó dagana 15. og 16. maí og hefjast sýningar klukkan 20:00. Verð á hverja sýningu er 1000 krónur en 800 fyrir félagsmenn Ísalp.
Dagskrá:
15. Maí:
-Anomaly (skíði/snjóbretti)
-First ascent: Tailand (klifur)
-Patagonia – Travel to the end of the world (leiðangur)
-The Simplicity Factor (klifur)
-Awberg (ísklifur)
-Roam (fjallahjól)
16. Maí:
-Yes to the No (snowboarding)
-Unchained (fjallahjól)
-Fatimas Hand (klifur/BASE jump)
-Kids who Rip (skíði/snjóbretti/hjólabretti/surf)
-Didier vs. the Cobra (klifur)
-Mission Epiocity (kajak)
Nánari upplýsingar um myndirnar má finna á heimasíðu BANFF:
—————-
Vefslóð: banffmountainfestivals.ca/tourhost/2006/int/films
Texti m. mynd: Banff Mountain Film Festival
Höfundur: Björk Hauksdóttir