Reykjavíkurborg styrkir björgunarsveitir

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og fulltrúar björgunarsveita í Reykjavík undirrituðu í dag styrktarsamning til þriggja ára. Björgunarsveitirnar sem um ræðir eru Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg styrkja björgunarsveitirnar næstu þrjú árin eða frá 2007 til 2009 um sex milljónir króna á ári, eða samtals átján milljónir á samningstímanum.

Styrkurinn er veittur til stuðnings almennu björgunar- og hjálparstarfi björgunarsveitanna en auk þess skal honum varið til ungmennastarfs þeirra.

Borgarstjóri sagði mikilvægt að styðja við bakið á björgunarsveitunum sem hafa á aða skipa þaulreyndu liði sem tilbúið er að takast á við hvern þann vanda sem upp kann að koma.

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson