Blásið í sjúkrahóp

Nú er sjúkrahópurinn að fara að taka til starfa og verður með fyrsta hittinginn sinn næstkomandi miðvikudag, 16. september, kl. 18:30 á Malarhöfðanum.
Farið verður yfir drög að dagskrá fyrir hópinn og rætt um æfingar og námskeið.
Allir eru velkomnir á fundinn, sérstaklega félagar á útkallsskrá en nýliðum 2 stendur einnig til boða að starfa með hópnum.

Katrín Möller og Vilborg Gísladóttir

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson