Fyrsti fundur sjúkrahóps

Fyrsti fundur sjúkrahóps HSSR fór fram í gær og eru nú samtals skráðir 14 í hann. Ekki hefur verið starfandi sjúkrahópur innan HSSR nú í nokkun tíma og er því ánægjulegt að sjá hvað margir hafa áhuga 😀

Ef einhverjir hafa áhuga á starfa með sjúkrahóp, en sáu sér ekki fært um að mæta á fundinn, geta þeir sent email á katrin.moller@gmail.com með nafni, símanúmeri, emaili og kennitölu og eru þeir hiklaust velkomnir í hópinn 😀

Hópurinn mun hittast 1-2 í mánuði og sjá um sjúkrabúnað sveitarinnar ásamt fyrstuhjálparkennslu og endurmenntun í fyrstu hjálp. Einnig mun hann vera með nokkrar æfingar fyrir hina hópana í sveitinni ásamt einni stórri æfingu fyrir alla sveitina, nánar auglýst síðar.

—————-
Höfundur: Katrín Möller