Boltagæslur og annað

Núna á morgun (mánudaginn 31.júlí) er síðasta almenna gæslan hjá HSSR í boltanum í bili.

Hins vegar eru stóru leikirnir að fara byrja þar sem HSSR og HSG eru með sameginlega gæslu.

Það eru eftirfarandi leikir í ágúst:
15. ágúst kl:20:00 Vináttulandsleikur Ísland – Spánn
28. ágúst kl 20:00 VISA-bikar karla Undanúrslit
29. ágúst kl 20:00 VISA-bikar karla Undanúrslit

Það eru eftirfarandi leikir í september:
06. sep kl:00:00 EM 2008 Ísland – Danmörk
30. sep kl:14:00 VISA-bikar karla Úrslitaleikur

Og síðan í október
11. okt 00:00 EM 2008 Ísland – Svíþjóð

Einnig má skjóta því hér inn að 19. ágúst er líka gæslan í kringum Reykjavíkurmaraþonið en það verður auglýst betur síðar.

Nú er það málið að fara skoða dagskránna og melda sig í gæslu….. Þeir leikir sem eftir eru eru fjölmennustu leikirnir varðandi gæslu þannig að nú þurfa allir að leggjast á eitt. Fyrstu tölur með leik Íslands og Spánar benda til að HSSR þurfi að skaffa 25-35 einstaklinga í gæslu á móti sama fjölda hjá HSG en sú tala gæti orðið hærri þegar nær dregur.

Þeir sem geta mætt hafi samband við Ragnar í síma 697-3525 eða sendið á ragnarn1@hotmail.com

Með von um að sjá sem flesta.
Kv. Ragnar

—————-
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson