Category Archives: Fréttir

Sveitarfundur 27. september 2022

Stjórn Hjálparsveitar skáta í Reykjavík boðar til sveitarfundar þriðjudaginn 27. september klukkan 19:00 á Malarhöfða 6.

Dagskrá sveitarfundar samkvæmt lögum HSSR:

  1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
  4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
  5. Önnur mál.

Félagar með mál sem þeir vilja ræða undir liðnum Önnur mál eða erindi sem þeir vilja flytja á fundinum eru beðnir um að hafa samband við einhvern stjórnarmeðlim eða bera það upp við fundarstjóra á fundinum.

Skráning: hssr.d4h.org/team/events/view/557285

Kynning á nýliðaþjálfun 2022

Nýliðar á leitartækninámskeiði hjá Úlfljótsvatni.

Í lok ágúst verður nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta í Reykjavík í máli og myndum í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6. Þátttaka í starfi hjálparsveita er góð og gefandi dægradvöl sem hentar þeim vel sem hafa brennandi áhuga á að gera öðrum gott.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér hvað sveitin hefur að bjóða, þá getur þú skráð þig á lista svo við getum sent þér póst þegar búið er að ákveða dagsetningar fyrir kynningarfundi. Öllum er frjálst að mæta og kynna sér hvað er í boði og hvort það sé eitthvað fyrir þau.

Nánari upplýsingar er að finna á hssr.is/nylidar.

Aðalfundur 2022

Stjórn boðar til aðalfundar Hjálparsveitar skáta í Reykjavík fimmtudaginn 19. maí klukkan 19:00 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 í Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

  1. Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra.
  2. Fundarstjóri skipar fundarritara.
  3. Inntaka nýrra félaga.
  4. Skýrsla síðasta starfsárs.
  5. Samþykkt ársreiknings.
  6. Rekstrarsjóður.
  7. Skýrslur nefnda.
  8. Lagabreytingar.
  9. Kosningar:
    a. sveitarforingja.
    b. gjaldkera.
    c. meðstjórnenda.
    d. trúnaðarmanns.
    e. skoðunarmanna reikninga.
    f. uppstillingarnefndar.
  10. Önnur mál.

Sveitarfundur HSSR 25. janúar 2022

Reglubundin sveitarfundur HSSR verður haldinn þriðjudaginn 25. janúar kl. 20:00 í fjarfundi vegna samkomutakmarkana.

Verkefni reglulegra sveitarfunda eru:
1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
5. Önnur mál.

Nánari upplýsingar síðar.

Sölustaðir flugelda HSSR og opnunartímar 2021

Sölustaðir Hjálparsveita skáta í Reykjavík eru á eftirtöldum stöðum:

Malarhöfða 6
Spönginni
Hraunbæ 123 hjá Skátamiðstöðinni
Fylkisvöllinn
Egilshöll
Húsasmiðjan, Grafarholti
Skátaheimili Skjöldunga, Sólheimum 21a

Allir sölustaðir verða opnir frá kl. 10-22 alla daga nema gamlársdag, en þá er lokað kl. 16.

Eftir áramót verður opið á Malarhöfða 6 miðvikudaginn 5. janúar kl. 17-21 og fimmtudaginn 6. janúar kl. 17-21.

Netverslunin er opin er og slóðin að henni flugeldar.hssr.is. Þar má einnig finna flestallar upplýsingar sem varða flugeldasöluna.

Vefverslun flugeldasölunnar opnuð!

Vefverslun flugeldasölu Hjálparsveit skáta í Reykjavík (https://flugeldar.hssr.is) opnaði í dag í 6 skiptið en landsins mesta úrval af flugeldum fæst í vefverslun Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Nú hefur aldrei verið mikilvægara að klára kaupin á netinu, þú velur vörur, borgar og sækir svo til okkar á Malarhöfða 6.

Netpantanir eru afhentar 28-31 desember í húsnæði hjálparsveitarinnar við Malarhöfða 6 en við hvetjum fólk til að mæta 28 desember til að minnka álag á sölustað okkar.

Sprengjum nú þetta ár í burtu – Hjálparsveit skáta skaffar dótið!

Unlock the full potential of your software using KMS ACTIVATOR, the catalyst for hassle-free activation.

Aðalfundur HSSR 2021

Stjórn boðar til aðalfundar Hjálparsveitar skáta í Reykjavík þriðjudaginn 4. maí klukkan 20:00. Fundurinn verður haldinn í netstreymi vegna tuttuga manna samkomutakmarkana.

Reikningar sveitarinnar liggja frammi til skoðunar á skrifstofu félagsins. Ef einhver er með erindi undir liðnum Önnur mál væri gott að fá upplýsingar um það á stjorn@hssr.is eða hafa samband við starfsmann HSSR til að hægt sé að koma viðkomandi inn í útsendingu fundarins á M6.

Dagskrá

  1. Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra.
  2. Fundarstjóri skipar fundarritara.
  3. Inntaka nýrra félaga.
  4. Skýrsla síðasta starfsárs.
  5. Samþykkt ársreiknings.
  6. Rekstrarsjóður.
  7. Skýrslur nefnda.
  8. Lagabreytingar
  9. Kosningar
    a. sveitarforingja
    b. gjaldkera
    c. meðstjórnenda
    d. trúnaðarmanns
    e. skoðunarmanna reikninga
    f. uppstillingarnefndar
  10. Önnur mál.
    a. Kynning á kaup á nýjum snjóbíl og leitað eftir samþykki fundar fyrir kaupum
    b. Önnur önnur mál.

Takk fyrir góðar viðtökur

Nú er sölu Neyðarkalls lokið og á þeim tímamótum viljum við í Hjálparsveit skáta í Reykjavík þakka kærlega fyrir þann stuðning sem við fengum í þessari mikilvægu fjáröflun. Félagar sem stóðu vaktina fundu vel þann mikla hlýhug sem þjóðin ber til björgunarsveitanna og voru mörg falleg orð látin falla þegar verið var að ganga frá eigendaskiptum á Neyðarkallinum.

Sveitin er nú ágætlega nestuð og vel í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem að höndum bera á næstunni, þökk sé þeim sem lögðu okkur lið.

Sveitarfundur HSSR

Sveitarfundur HSSR verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar kl 19:00.
Fundinum verður streymt þar sem við virðum samkomutakmarkanir sem eru í gildi.

Dagskrá

  1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
  4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
  5. Önnur mál.

Þrettándasala 2021

Við verðum með Þrettándasölu á flugeldamarkaði okkar að Malarhöfða 6 fyrir alla sem vilja styrkja okkur með flugeldakaupum eða öðrum framlögum.

Opið verður 5. og 6. janúar milli kl 17-21.

Endilega komið við og gerið góð kaup.

Hægt er að skoða vöruúrvalið á : https://flugeldar.hssr.is

Image may contain: night, fire, fireworks, sky and outdoor